Almennir skilmálar

Almennir skilmálar

Þjónusta Stalls 

Stallur leigir verslunarrými til viðskiptavina í skammtímaleigu til sölu á notuðum fatnaði, fylgihlutum og vörum. Ekki er leyfilegt að bóka fleiri en eitt sölurými ef um sölu á nýjum vörum er að ræða, aðilar sem selja nýjar vörur í atvinnuskyni bera ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts. Taka þarf fram við bókun ef selja á vörur frá VSK-skráðu fyrirtæki.

Bókanir og verð

Bókanir á  sölurými eru gerðar á heimsíðu okkar stallur.is, leiguverð er eingreiðsla sem er greidd þegar sölurými er bókað. Stallur tekur 20% söluþóknun af hverri seldri vöru viðskiptavinar meðan á leigutímabili stendur, sjá verðskrá Stalls hér á heimsíðunni. Stallur áskilur sér rétt til að breyta verðskrá sinni án fyrirvara. Þó tækju slíkar breytingar ekki til verslunarrýma sem þegar eru í útleigu. Verð á heimsíðu Stallar eru gefin upp með virðisaukaskatti. Reiðtygi skal vera hreint og mun fara í ástandsskoðun áður en reiðtygi fer á sölu, reiðtygi þrif er í boði aukalega ef þess þorf er á. 

Ef einhver vandamál koma upp við bókun í gegnum heimasíðu er best að hafa samband með því að senda tölvupóst á info@toltari.is eða hafa samband í síma 7864083/7785210

Afbókanir

Til að eiga rétt á endurgreiðslu á bókuðu sölurými verður að afbóka með minnst 14 daga fyrirvara, miðað er við fyrsta upphafsdag leigutímabils.

Leigutímabil

Miðað er við að leigutímabil á hverju sölurými sé ekki styttra en 7 dagar og ekki lengra en 28 dagar, ef leigutaki vill lengja leigutímabil umfram það, þarf að bóka sölurýmið aftur á stallur.is. Ef sölurými er bókað yfir tímabil þar sem lokað er í verslun eða frídagar eru inn í leigutíma leigjanda, telur sá dagur ekki með í heildardögum tímabils.

Sölurými

Hægt er að selja reiðtygi, hnakka, og reiðfatnað hjá Stall. Allir leigjendur fá merkimiða fyrir 20 vörur og 40 strikamerki útprentuð við upphaf leigutímabils. Einungis er mælt með að hafa um 20 vörur í sölurými á hverjum tíma og koma svo reglulega og bæta á þegar vörur seljast.

Það eykur ánægju, upplifun og heimsóknir viðskiptavina við að skoða vörur sem eru sýnilegar og aðgengilegar í sölurýminu og reglulega fyllt á verslun.

Þú fylgist með sölunni og bætir við vörum eftir þörfum, við reynum einnig að fylgjast með og láta vita ef við mælum með að bæta á sölurými. 

Breytingar á sölurými eru með öllu óheimilaðar. Ef fatnaður, fylgihlutir eða vörur eru fyrir utan sölurými leigjanda verða þær fjarlægðar. Leigjendur eru ábyrgir fyrir að vörurnar séu rétt verðmerktar og að setja viðeigandi þjófavarnir ef seljendur telja þörf á slíku.

Upphaf leigutímabils

Leigutakar setja upp sölurými við upphaf leigutímabils. Verslunin er opin leigjendum hálftíma fyrir lokun deginum áður en leigutímabil hefst og eða hálftíma fyrir opnunartíma á upphafsdegi leigutímabils, klukkan 9:30 eða 17:30 á virkum dögum. Við bjóðum ekki upp á uppsetningu á sölurými á laugardögum, ef leigutímabilið þitt hefst á laugardegi kemur þú til okkar á föstudegi, daginn áður milli 17:30 og 18:00 og ef ástandsskoðun á reiðtygi skal viðkomandi koma fimmtudeginum kl 14:00 til 15:00

Mikilvægt er að leigjendur séu búnir að skrá allan fatnað, reiðtygi, hnakka og vörur með góðri lýsingu og verði inni á "Mitt svæði" á stallur.is áður en þeir koma að setja upp sölurými.

Stallur útvegar leigutaka herðatré og miða fyrir strikamerki.

Ef engar vörur eru komnar í sölurými fyrir lok fyrsta dags leigutímabils og ekkert skriflegt samkomulag hefur verið gert um uppsetningu á öðrum tíma er Stallur heimilt að leigja út sölurýmið.  

Uppsetning sölurými

Viðskiptavinir fá útprentuð strikamerki, með stærð og verði til að líma á söluvöru. Allir leigjendur fá allt að 20 spjöld sem hægt er að “líma” í á fatnað, reiðtygi eða hnakka og er þá hægt að líma strikamerki/verðmerkingar á spjöldin.

Allir leigjendur sölurýmis hafa aðgang að fataslá, hillum og hnakkstand.

Í Stall er til staðar slá fyrir t.d. yfirhafnir eða ákveðnar vörur sem henta á tilteknu tímabili, þá geta leigjendur fengið að setja 1-2 vörur á slánna ef þeir eru með vörur sem passa við innihald sláarinnar hverju sinni.

 

Leigjandi sölurýmis er ábyrgur fyrir sínu svæði meðan á leigutímabili stendur, starfsfólk reynir þó eftir fremsta megni að halda verslun snyrtilegri og gæta að því að vörur sem er verið að máta og slíkt skili sér aftur í rétt sölurými.

Við í Stall teljum það hag okkar allra að verslun og sölurými séu snyrtileg og því er ávallt tekið til í verslun reglulega yfir daginn sem og í lok hvers söludags.  

Leigjendum stendur ávallt til boða að bæta við vörum meðan á leigutímabili stendur og ekkert aukagjald er tekið fyrir það.

Ef merkimiði fyrir vöru týnist meðan á leigutímabili stendur, er vara sett á tapað/fundið svæðið okkar, það er mjög mikilvægt að leigjendur fylgist með því svæði meðan á leigu stendur ef þeir sakna vöru úr sínu sölurými.

Ef vara hefur verið lengur en 15 daga á tapað/fundið svæðinu okkar verða þær eign Stalls og við setjum vöru aftur í sölu eða gerum aðrar viðeigandi ráðstafanir.

Þjófavarnir – Skaðabætur

Stallur ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum. Starfsmenn Stalls eru almennt vakandi fyrir búðarþjófnaði. Verði vörur fyrir vatns- eða eldstjóni í tilfelli af eldsvoða eða vatnsskaða er Stallur ekki bótaskyld. Innbústrygging leigutaka kann hins vegar að taka til slíks tjóns og er það alfarið í höndum að leigutaka að kynna sér það.

Eignaréttur og vöruskilmálar

Leigjandi hefur eignarétt á þeim vörum sem hann hyggst selja í Stall. Óheimilað er með öllu að selja falsaðar, ólöglegar(ekki samkvæmt lh) eða skaðlegar/hættulegar vörur í Stall. Vörur sem verslun telur ekki við hæfi geta verið hafnað í ástandsskoðun  af starfsmönnum án viðvörunnar.

Stallur áskilur sér rétt að hafna uppsetningu eða fjarlægja vörur úr sölu meðan á sölutímabili stendur ef starfsfólk telur vöru ekki mæta kröfum Stalls. Þetta á við um til dæmis ástand vöru, hvort varan sé hrein, hvort tiltekin vara sé heilleg, götótt eða ónýt, eða gölluð að einhverju leyti.

Sölurými Stalls eru hugsuð til að aðstoða einstaklinga við að koma notuðum reiðfatnaði, reiðtygi, hnökkum eða vörum í endursölu og stuðla þar með að minni fatasóun.

Viðskiptavinir sem selja vörur í atvinnuskyni er ekki er leyfilegt að bóka fleiri en eitt sölurými ef um sölu á nýjum vörum er að ræða, aðilar sem selja nýjar vörur í atvinnuskyni bera ábyrgð á því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts. Taka þarf fram við bókun ef selja á vörur frá VSK-skráðu fyrirtæki.

Auglýsingar, nafnspjöld eða annarskonar markaðssetning er ekki leyfileg í sölurými Stalls.

Vara í Stall er keypt í því ástandi sem hún er í, það er ábyrgð Stalls að skoða ástanda hnakka og reiðtygi áður en vörur koma inni verslun. Starfsfólk hefur ekki heimild til að taka við vöru eftir að hún hefur verið keypt, gefa afslátt eða breyta verði. Ekki er hægt að skila vörum til Stalls undir neinum kringumstæðum.

Verði viðskiptavinur uppvís að því að brjóta þessa skilmála getur samningi hans verið rift og sölurými tæmt án endurgreiðslu á leiguverði.

Breytingar á verði vöru

Leigutaka stendur ávallt til boða að breyta verði á vöru meðan á leigutímabili stendur. Leigjandi þarf að koma í verslun á opnunartíma og óska eftir að fá útprentaðann nýjan merkimiða og uppfæra hann á vörunni. Þrátt fyrir að nýr miði sé ekki komin strax á vöru þá er uppfærist verðið strax í sölukerfinu því selst vara miðað við uppfært verð. Mikilvægt er að breyta merkingum á vörum sem allra fyrst til að minnka líkur á óánægju viðskiptavina ef vörur eru vitlaust verðmerktar í verslun. 

Afsláttur

Leigjendum stendur til boð að setja vörur í sölurými á afslátt. Mikilvægt er að láta starfsfólk í Stalls vita ef bjóða á upp á afslátt í sölurými með því að hafa samband í tölvupósti info@toltari.is eða í síma 7864083 svo hægt sé að uppfæra tölvukerfið og einnig merkja sölurými á afslátt, eftir að afsláttur hefur verið settur inn kemur hann sjálfkrafa inn þegar vara er skönnuð. Við erum með 25%, 30%, 40% og 50% afsláttarmiða til merkingar í verslun Stalls.

Lok leigutímabils

Sölurými þarf að tæma ekki seinna en klst fyrir lokun síðasta dags leigutímabils. Það er klukkan 17:00 á virkum dögum og 16:00 á laugardögum. Leigjandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að tæma sölurými við lok leigutímabils, nema um annað hafi verið samið fyrirfram. Kostnaður við þjónustu að starfsfólk tæmi sölurými fyrir leigjanda er 5000kr. Starfsfólk hefur rétt á að ganga úr skugga um að allar vörur sem eru teknar niður séu réttar og í eigu leigutaka, starfsfólk getur óskað eftir að leigutaki síni skilríki.

Ef vörur eru ekki fjarlægðar fyrir lok dags á síðasta degi leigutímabils, er rukkað þjónustugjald 10.000 krónur fyrir það að taka niður vörur og pakka þeim. Rukkað er 2500kr á hvern dag fyrir geymslu á vörum í Stalli, vörur sem ekki eru sóttar innan viku verða eign Stalls.

Söluhagnaður er ekki greiddur út fyrr en vörur hafa verið sóttar. Nema í samráði við verslunarstjóra Stalls.

Söluhagnaður

Stallur gefur sér hámark tvo virka daga til að greiða út söluhagnað við lok leigutímabils. Söluhagnaður er ekki greiddur út nema búið sé að tæma sölurými og taka vörur sem eftir eru.

Stallur greiðir út 80% af heildarsölunni, 20% þóknun er til Stalls.

Eingöngu verður greitt út með millifærslu í heimabanka. Öryggis vegna verða ekki geymdar háar upphæðir af reiðufé í verslun og því getur starfsfólk ekki greitt út söluhagnað í reiðufé.

Mikilvægt er að skrá bankaupplýsingar inn á "minni síðu" svo hægt sé að greiða út söluhagnað.

Vafrakökur og persónuvendarstefna

Stallur notast við vafrakökur á vefsvæði sínu stallur.is. Vafrakökur eru textaskrár sem vafrar í tölvum notenda vista. Vafrakökur innihalda ekki persónuupplýsingar eða önnur viðkvæm gögn, önnur vefsvæði geta ekki lesið þær upplýsingar sem eru í okkar vafrakökum og við ekki upplýsingar frá öðrum. Vafrakakan er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá upplýsingarnar sem kakan geymir.

Ef þú samþykkir skilmála um notkun á vafrakökum fáum við heimild til að greina og safna upplýsingum t.d. ef þú hefur heimsótt vefsvæði áður biður vafrinn um að vefkakan sé send til hans. Við getum þá sniðið heimsókn þín á vefsvæði okkar betur að þínum þörfum og því sem þú ert að leita að, vefkökur geyma til dæmis upplýsingar um innskráningu og stillingar á vefnum. Þetta leiðir af sér betri þjónustu við viðskiptavini og hjálpar okkur að þróa vefsvæðið og þá upplifun sem viðskiptavinir fá. Vafrakökur hafa ákveðin gildistíma og eyðast að þeim tíma liðnum.

Notendum stendur ávallt til boða að slökkva á vafarkökum fyrir sinn vafra. Slíkar stillingar geta dregið úr aðgengi á vefsvæði og getur það haft áhrif á virkni og upplifun af vefsvæði okkar.

Á vefsíðu okkar er upplýsingum safnað til að greina t.d. hversu margir heimsækja vefinn, þá notum við upplýsingar frá þriðja aðila t.d. Google analytics og Facebook Pixel. Upplýsingum er safnað nafnlaust og getum við sótt slíkar upplýsingar án þess að fá persónuupplýsingar eða upplýsingar um einstaka notendur. Áskiljum við okkur rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðskerfi þeirra.

Stallur mun ekki veita neinar upplýsingar um einstaklinga til þriðja aðila nema af lagalegum skyldum eða til að framkvæma nauðsynleg viðskipti. Stallur selur ekki nafn þitt, netfang, kreditkorta upplýsingar eða önnur persónuleg göng til þriðja aðila án samþykkis. Stallur geymir ekki greiðslukortaupplýsingar og fær einungis upplýsingar hvort að greiðsla hafi farið í gegn eða ekki. Allar greiðslur í vefverslun fara fram á öruggri greiðslusíðu.

Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem Stallur kann að hafa um þig, þú getur óskað eftir í sumu tilfellum að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt. Ef þú vilt fá upplýsingar um persónuupplýsingar sem við kunnum að hafa um þig getur sent okkur tölvupóst á info@toltari.is 

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða krafa á Töltari ehf. á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.